Innlent

Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“

Samúel Karl Ólason skrifar
„Tryggja verður fullt öryggi flugvallarins í Vatnsmýrinni og þjónustustig sem samræmist hlutverki vallarins.“
„Tryggja verður fullt öryggi flugvallarins í Vatnsmýrinni og þjónustustig sem samræmist hlutverki vallarins.“ Vísir/Vilhelm
Innanríkisráðuneytið segir að byggingarleyfi sem veitt voru vegna íbúðabyggingar á Hlíðarendasvæðinu sé á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg ætlar í mál við ríkið eftir að ráðuneytið hafnaði því að loka neyðarbrautinni svokölluðu. Brautin stendur í vegi fyrir því að verktakar geti hafið störf við að reisa um 400 íbúða húsnæði á svæðinu.

Þá telur ráðuneytið eðlilegt að Reykjavíkurborg fái dómsstóla til að skera út um hvort sú skylda hvíli á ríkin að loka brautinni.

Í bréfi ráðuneytisins sem kynnt var á borgarráðsfundi í morgun, segir að borginni hafi verið fullkunnugt um að framkvæmdirnar, sem hafa verið leyfðar, gætu ekki orðið án breytinga á skipulagsreglum. Á það hafi verið bent og því sé ábyrgðin og áhættan hjá Reykjavíkurborg en ekki ríkinu.

Ástæða þess að ráðherra vill ekki loka brautinni er það gæti dregið úr öryggi og þjónustustigi flugvallarins.

„Ljóst má vera að óraunhæft er að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. Tryggja verður fullt öryggi flugvallarins í Vatnsmýrinni og þjónustustig sem samræmist hlutverki vallarins.“

Þar segir ennfremur að ákvörðun um lokun flugbrautarinnar verði ekki tekin án fullvissu um að hún komi ekki niður á öryggi vallarins og þjónustustigi.

„Innanríkisráðherra áréttar að mikilvægt er að ríki og Reykjavíkurborg vinni áfram saman að því að ná samkomulagi um framtíð Reykjavíkurflugvallar í samráði við aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×