Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 13:47 Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. VÍSIR/STEFÁN Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“ Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“
Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent