Erlent

Sársaukafullt innbrot í dýragarð í Nebraska

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tígrisdýrið á myndinni tengist fréttinni ekki á neinn hátt.
Tígrisdýrið á myndinni tengist fréttinni ekki á neinn hátt. vísir/Getty
Kona á fertugsaldri er sögð heppinn að hafa ekki misst fingur þegar hún braust inn í Henry Doorly dýragarðinn á Hrekkjavökunni á laugardagskvöld. Jacqueline Eide var flutt á spítala samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum.

Eide var undir áhrifum áfengis og tókst einhvern veginn að komast inn í dýragarðinn eftir lokun. Markmiðið var að klappa tígrisdýrinu í garðinum sem hún hefði betur látið ógert. Dýrið beit konuna sem er talin heppin að hafa haldið fingrum sínum.

Lögregla þurfti einnig að koma við á spítalanum morguninn eftir þar sem framkoma Eide í garð starfsmanna var ekki til eftirbreytni. Hún mun þurfa að svara fyrir innbrotið. CNN greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×