Erlent

Bandaríkjaher verður áfram á Suður-Kínahafi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Herskipið USS Lassen, sem að mati kínverskra stjórnvalda sigldi og nærri manngerðum eyjum á Suður-Kínahafi.
Herskipið USS Lassen, sem að mati kínverskra stjórnvalda sigldi og nærri manngerðum eyjum á Suður-Kínahafi. Vísir/EPA
Bandaríkjaher ætlar áfram að starfa á Suður-Kínahafi þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir kínverskra yfirvalda um að til átaka gæti komið á milli ríkjanna tveggja. Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir þessar viðvaranir og segjast ætla að halda áfram að fljúga, sigla og starfa á öllum þeim svæðum sem alþjóðalög ná yfir.

Bandarískt herskip sigldi nærri manngerðum eyjum sem Kínverjar hafa byggt í Suður-Kínahafi í síðustu viku en mjög er deilt um yfirráðarétt yfir svæðinu. Í kjölfarið sendu ráðamenn í Kína Bandaríkjamönnum tóninn og sögðu að þeir skyldu hugsa sig tvisvar um áður en þeir reyndu slíkt aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×