Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri og eru þolendurnir tveir kvenkyns samnemendur hans, einnig á þrítugsaldri. Öll stunda þau nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. vísir/ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjaskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn. Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tveir kvenkyns samnemendur mannsins við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldir hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þegar leitað var eftir svörum frá skólanum fengust þær upplýsingar frá Eiríki Sigurðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, að skólinn hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann getur veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Í yfirlýsingu frá HR segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að hann vilji hvorki staðfesta það né neita því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. „Við erum í afar erfiðri aðstöðu til að tjá okkur um rannsóknir einstakra mála og einstaklinga sem eru til rannsóknar,“ segir Árni Þór Sigmundsson. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjaskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn. Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tveir kvenkyns samnemendur mannsins við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldir hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þegar leitað var eftir svörum frá skólanum fengust þær upplýsingar frá Eiríki Sigurðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, að skólinn hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann getur veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Í yfirlýsingu frá HR segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að hann vilji hvorki staðfesta það né neita því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. „Við erum í afar erfiðri aðstöðu til að tjá okkur um rannsóknir einstakra mála og einstaklinga sem eru til rannsóknar,“ segir Árni Þór Sigmundsson.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira