Fótbolti

Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Franska fréttastofan AFP greindi frá því í morgun að Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hafi verið færður í varðhald lögreglu í morgun í tengslum við rannsókn hennar á meintri fjárkúgun sem knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena barst í sumar.



Annar franskar knattspyrnumaður, Djibril Cisse, var nýlega handtekinn fyrir að fyrir tilraunir til að múta Valbuena með því að hóta að setja kynlífsmyndband af honum í dreifingu. Valbuena leikur í dag með Lyon í Frakklandi en Cisse tilkynnti á dögunum að hann væri hættur.



Sjá einnig: Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli



AFP heldur því fram að Benzema sé flæktur í samsærið en hann virðist hafa gefið sig fram við lögreglu í morgun og hafi þá verið handtekinn.



Málið kom fyrst upp í sumar þegar Valbuena lagði fram kæru vegna fjárkúgunar. Viðurlög við slíkum brotum í Frakklandi geta þýtt allt að fimm ára fangelsisdóm.



Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Benzema kemst í kast við lögin í tengslum við kynlífshneyksli. Fyrir tæpum tveimur árum síðan var mál fellt niður í þar sem hann og Franck Ribery voru sakaðir um að hafa stundað kynlíf með vændiskonu sem reyndist ólögráða.



Sjá einnig: Ribery og Benzema sleppa við dóm


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×