Chris Coleman svarar Wenger fullum hálsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 17:30 Chris Coleman fagnar með leikmönnum sínum þegar EM-sætið var í húsi hjá velska landsliðinu. Vísir/Getty Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30
Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00
Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00
Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15