Milos: Helst vil ég hafa bæði Róbert og Thomas Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. nóvember 2015 15:00 Milos Milojevic hittir Serbana í Serbíu og gengur frá málum. vísir/andri marinó Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er hæst ánægður með að hafa landað Róberti Erni Óskarssyni, en markvörðurinn samdi við Víking til þriggja ára í dag. Róbert Örn hefur varið mark FH síðan 2013 og varð Íslandsmeistari með liðinu í sumar. Hann var áður á mála hjá Víkingi árið 2011 en spilaði þá ekki leik.Sjá einnig:Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð „Ég er mjög ánægður með að fá Róbert. Það er frábært að fá svona góðan markvörð og hann verður frábær liðsstyrkur fyrir okkur innan sem utan vallar,“ sagði Milos við Vísi eftir undirskriftina í dag. Daninn Thomas Nielsen varði mark Víkings á síðasta tímabili og tók miklum framförum, en samt fannst Milos nauðsyn að fá nýjan og betri markvörð.Róbert Örn skrifar undir í dag.vísir/vilhelm99 prósent líkur á Túfa „Ég var ánægður fyrir hans hönd, en í rauninni vantaði mig öðruvísi markvörð. Róbert passar fullkomlega inn í leikstíl okkar þannig þegar ég vissi að það yrðu hreyfingar á markaðnum hafði ég samband við Thomas,“ sagði Milos. „Ég sagði honum hvað var að gerast þannig hann vissi alveg hvað gæti gerst. Draumur minn var að hafa þá báða í samkeppni, en hvort það verður kemur í ljós.“ Rolf Toft, danski framherjinn, kemur ekki aftur í Víkina en hvað um serbneska þríeykið; Milos Zivkovic, Igor Taskovic og Vladimir Tufegdzic? „Við erum að vinna í hinum. Það eru svona 99 prósent líkur á því að Túfa komi aftur og svo er ég að fara út í byrjun desember að ræða við Igor og Milos. Ég stefni að því að hópurinn verði klár 1. febrúar,“ sagði Milos, en hvað finnst honum vanta í liðið? „Það eru þrjár stöður sem við erum að leita. Það er miðvörður til að auka samkeppnina þar, skapandi miðjumaður og einn sóknarmann, helst vængmann.“ „Ég efast um að íslenskir leikmenn í þessar stöður losni eitthvað fljótlega. Ég er ekki að fara að bíða fram í maí og vona að einhverjir leikmenn komast ekki í liðið hjá KR eða FH. Ég sé okkur ekki fá íslenska leikmenn í þessar stöður þó ég myndi heldur kjósa það,“ sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, er hæst ánægður með að hafa landað Róberti Erni Óskarssyni, en markvörðurinn samdi við Víking til þriggja ára í dag. Róbert Örn hefur varið mark FH síðan 2013 og varð Íslandsmeistari með liðinu í sumar. Hann var áður á mála hjá Víkingi árið 2011 en spilaði þá ekki leik.Sjá einnig:Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð „Ég er mjög ánægður með að fá Róbert. Það er frábært að fá svona góðan markvörð og hann verður frábær liðsstyrkur fyrir okkur innan sem utan vallar,“ sagði Milos við Vísi eftir undirskriftina í dag. Daninn Thomas Nielsen varði mark Víkings á síðasta tímabili og tók miklum framförum, en samt fannst Milos nauðsyn að fá nýjan og betri markvörð.Róbert Örn skrifar undir í dag.vísir/vilhelm99 prósent líkur á Túfa „Ég var ánægður fyrir hans hönd, en í rauninni vantaði mig öðruvísi markvörð. Róbert passar fullkomlega inn í leikstíl okkar þannig þegar ég vissi að það yrðu hreyfingar á markaðnum hafði ég samband við Thomas,“ sagði Milos. „Ég sagði honum hvað var að gerast þannig hann vissi alveg hvað gæti gerst. Draumur minn var að hafa þá báða í samkeppni, en hvort það verður kemur í ljós.“ Rolf Toft, danski framherjinn, kemur ekki aftur í Víkina en hvað um serbneska þríeykið; Milos Zivkovic, Igor Taskovic og Vladimir Tufegdzic? „Við erum að vinna í hinum. Það eru svona 99 prósent líkur á því að Túfa komi aftur og svo er ég að fara út í byrjun desember að ræða við Igor og Milos. Ég stefni að því að hópurinn verði klár 1. febrúar,“ sagði Milos, en hvað finnst honum vanta í liðið? „Það eru þrjár stöður sem við erum að leita. Það er miðvörður til að auka samkeppnina þar, skapandi miðjumaður og einn sóknarmann, helst vængmann.“ „Ég efast um að íslenskir leikmenn í þessar stöður losni eitthvað fljótlega. Ég er ekki að fara að bíða fram í maí og vona að einhverjir leikmenn komast ekki í liðið hjá KR eða FH. Ég sé okkur ekki fá íslenska leikmenn í þessar stöður þó ég myndi heldur kjósa það,“ sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira