Erlent

Dularfull ljós sáust á himnum

Margir héldu að þarna væru fljúgandi furðuhlutir á ferð.
Margir héldu að þarna væru fljúgandi furðuhlutir á ferð.
Dularfull ljós sáust á himni yfir Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í nótt og héldu margir að þarna væru fljúgandi furðuhlutir á ferð. Mikil umræða hófst um málið á samfélagsmiðlum og margir birtu myndskeið af fyrirbærinu.

Ljósin sáust í allt að 600 kílómetra fjarlægð og þúsundir manna höfðu samband við lögregluna til að reyna afla upplýsinga um málið.

Síðar kom þó í ljós að þarna var um að ræða tilraunareldflaug sem skotið var á loft úr bandarískum kafbát en viðvaranir þessa efnis höfðu verið gefnar út á föstudag til að draga úr flugumferð á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×