Erlent

Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stór hluti heils þorps varð fyrir aurskriðunni.
Stór hluti heils þorps varð fyrir aurskriðunni. Vísir/EPA
Yfirvöld í Brasilíu hafa ákveðið að stöðva rekstur járnnámu eftir að fjöldi fólks lét lífið í aurskriðu sem varð vegna rekstursins. Náman verður ekki opnuð aftur fyrr en að rannsókn á tildrögum skriðunnar hefur farið fram og sá mikli skaði sem hún olli hefur verið lagfærður, samkvæmt talskonu umhverfisráðherra landsins.

Minnst fjórir létu lífið og um tuttugu er enn saknað.Vísir/EPA
Síðastliðinn fimmtudag brast stífla sem hélt aftur af úrgangi frá námunni, eins og skítugu vatni og miklu járnryki. Úr varð gífurleg aurskriða sem fór yfir þorpið Bento Rodrigues og gróf stærstan hluta þess undir skítugri leðju. Minnst fjórir létu lífið en tuttugu er enn saknað, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Líklegt þykir að fjöldi látinna muni hækka. Þá misstu rúmlega 600 manns heimili sín. Tvö fyrirtæki koma að rekstri námunnar. BHP Billiton frá Ástralíu og Vale frá Brasilíu. Til stendur að rannsaka hvort að jarðvegur hafi orðið fyrir mengun vegna slyssins.Samkvæmt Reuters eru uppi áhyggjur um ástand neysluvatns á mjög stóru svæði við námuna. Þá hafa árfarvegir stíflast og vatn rennur ekki að nokkrum byggðum svæðum.Björgunarmenn fundu í dag hund fastan í leðjunni og var honum bjargað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá AFP.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.