Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2015 08:00 Bandarískir hermenn sem þessir munu brátt hafa fasta viðveru í Sýrlandi í fyrsta sinn. nordicphotos/afp Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira