Flugmaðurinn tilkynnti tæknilega örðugleika Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2015 10:15 Ættingi eins farþegans grætur á flugvellinum í St. Pétursborg. Vísir/AFP Rússnesk farþegaflugvél brotlenti á Sinai-skaga í nótt með 224 manneskjur um borð. Embættismenn í Egyptalandi segja að líklegast séu allir farþegar látnir. Brak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um er að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi. BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi. Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds. https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Björgunarmenn eru sagðir vera komnir að flakinu og segja þeir að það sé í fjalllendi og að veðurskilyrði séu slæm. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.Vélin fannst á þessu svæði. Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél brotlenti á Sinai-skaga í nótt með 224 manneskjur um borð. Embættismenn í Egyptalandi segja að líklegast séu allir farþegar látnir. Brak úr vélinni hefur fundist, en hún hvarf af ratsjám í 9.500 metra hæð, 23 mínútum eftir flugtak. Um er að ræða A-321 Aribus flugvél frá flugfélaginu Kogalymavia, eða Metrojet. Flugvélin var á leið frá vinsælum ferðamannastað við Rauðahafið til St. Pétursborgar þegar hún brotlenti. 217 farþegar voru um borð, þar af 17 börn og auk þeirra voru sjö áhafnarmeðlimir um borð. Allir farþegar vélarinnar eru sagðir hafa verið frá Rússlandi. BBC segir frá því að flugvélin hafi lækkað flugið mjög hratt, áður en hún hvarf af ratsjám. Þá er því haldið fram af Flightradar að hraði vélarinnar hafi lækkað mjög á síðustu sekúndunum. Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur embættismönnum að fljúga þegar af stað til Sýrlands og hjálpa til við björgunarstörf. Þá hefur forsetinn lýst yfir að á morgun verður þjóðarsorg í Rússlandi. Þá hafa yfirvöld í Moskvu hafið rannsókn á flugfélaginu og aðdraganda slyssins. Kannað verður hvort að öryggisreglur hafi verið brotnar.More data from flight #7K9268 shows very big changes in vertical speed last 20 seconds. https://t.co/KNB0j26hba pic.twitter.com/AJNSiSQstZ— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015 Björgunarmenn eru sagðir vera komnir að flakinu og segja þeir að það sé í fjalllendi og að veðurskilyrði séu slæm. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði flugmaður vélarinnar tilkynnt tæknilega örðugleika skömmu áður en flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Flugmaðurinn sagðist ætla að lenda vélinni á næsta flugvelli. Flugvélin brotlenti í um 50 kílómetra fjarlægð frá El Arish flugvellinu, þar sem flugmaðurinn ætlaði að framkvæmda nauðlendingu.Vélin fannst á þessu svæði. Looping playback of #7K9268. Last data recorded at 04:13:22 UTC https://t.co/RlcJTpDHwI pic.twitter.com/fb2aDxPUBw— Flightradar24 (@flightradar24) October 31, 2015
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira