Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 19:40 Flóttamenn stefna á Ermarsundsgöngin sem liggja á milli Frakklands og Englands. VISIR/AFP Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times. Eritrea Flóttamenn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times.
Eritrea Flóttamenn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira