Arsenal vann 2-0 sigur á Bayern og fékk sín fyrstu stig | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 20:30 Arsenal-menn fagna í kvöld. Vísir/EPA Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira