Erlent

Sterkur jarðskjálfti skók Vanúatú

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sýnir tvö börn að leik í höfuðborginn Port-Vila fáum dögum eftir að fellibylurinn Pam fór yfir eyjarnar í mars.
Myndin sýnir tvö börn að leik í höfuðborginn Port-Vila fáum dögum eftir að fellibylurinn Pam fór yfir eyjarnar í mars. vísir/getty
Snarpur jarðskjálfti, 7,3 að styrk, reið yfir Kyrrahafseyjarnar Vanúatú um klukkan 09.30 að staðartíma eða skömmu fyrir klukkan 23 að íslenskum tíma. Skjálftinn átti upptök sín á 130 kílómetra dýpi en miðja hans skammt frá bænum Luganville á eynni Espiritu Santu, um 335 kílómetra frá höfuðborginni Port-Vila. Þetta kemur fram hjá AFP.

Ekki er talin ástæða til að óttast flóðbylgju vegna skjálftans og hefur engin viðvörun vegna slíks verið gefin út. Til að flóðbylgja geti myndast þarf skjálftinn að eiga upptök sín á um 100 kílómetra dýpi og ná í það minnsta styrkleika upp á 6,5.

Íbúar eyjanna eru vanir jarðhræringum en mikil skjálfta- og eldvirkni er í landinu. Í janúar skók skjálfti eyjarnar sem mældist 6,8 að styrk og mánuði síðar reið annar yfir sem mældist 6,5. Það eru ekki einu ósköpin sem hafa dunið á eyjaskeggjum í ár en í mars fór fellibylurinn Pam yfir landið og tók sextán mannslíf.


Tengdar fréttir

Stór jarðskjálfti nálægt Vanuatu

Jarðskjálfti sem mældist 7,5 á richter varð nálægt kyrrahafseyjunni Vanuatu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Ekki er talið að jarðskjálftinn hafi sett af stað stóra flóðbylgju, en staðbundnari flóðbygljur kynnu að valda skaða nærri upptökum skjálftans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.