Erlent

Tala látinna á Vanúatú gæti enn hækkað

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fimmta stigs fellibylur gekk yfir eyríkið í gærkvöldi og skyldi eftir sig slóð eyðileggingar.
Fimmta stigs fellibylur gekk yfir eyríkið í gærkvöldi og skyldi eftir sig slóð eyðileggingar. Vísir/EPA
Óttast er að tugir hafi látist þegar fimmta stigs fellibylur gekk yfir Kyrrahafsríkið Vanúatú í gærkvöldi og skyldi eftir sig slóð eyðileggingar. Greint hefur verið frá því að átta hafi látist en Guardian vitnar í óstaðfesta skýrslu Sameinuðu þjóðanna um að 44 hafi látist í einu héraða landsins.

Tala látinna gæti hækkað meira þegar að tilkynningar fara að berast úr afskekktari héruðum þar sem samband hefur rofnað. Um 267 þúsund manns búa á 83 mismunandi eyjum í klasanum. Um 47 þúsund búa í höfuðborginni, Porta Vila.

Tom Skirrow, yfirmaður Save the Children á Vanúatú, segir í samtali við Guardian að eyðileggingin sé mikil. „Hús er ónýt, tré hafa fallið, götur eru lokaðar og fólk gengur um göturnar í leit að hjálp,“ segir hann. Vindhraði náði sumstaðar 90 metrum á sekúndu.

Baldwin Lonsdale, forseti Vanúatú, gaf tilfinningaþrungna ræðu á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Japan í dag. „Fyrir hönd ríkisstjórnar og íbúa Vanúatú eftir óska ég eftir hjálp frá allri heimsbyggðinni við að bregðast við þeim hörmungum sem gengið hafa gengið yfir eyjarnar,“ sagði hann. 

„Þjóðhöfðingjar, ríkisstjórnir og þróunarsamtök: Við höfum öll mátt þola náttúruhamfarir einhvern tíma. Nú í dag förum við fram á hjálp frá ykkur,“ sagði forsetinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.