Nokkuð um verkfallsbrot á Landspítalanum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2015 14:09 Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira