Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Una Sighvatsdóttir skrifar 21. október 2015 18:45 visir/vilhelm Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira