Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Una Sighvatsdóttir skrifar 21. október 2015 18:45 visir/vilhelm Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“ Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Sjá meira
Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“
Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Sjá meira