Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Una Sighvatsdóttir skrifar 21. október 2015 18:45 visir/vilhelm Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira