Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Una Sighvatsdóttir skrifar 21. október 2015 18:45 visir/vilhelm Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“ Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira