Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Una Sighvatsdóttir skrifar 21. október 2015 18:45 visir/vilhelm Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“ Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Um 230 manns sóttu í dag upphafsfund verkefnisins „Vandað, hagkvæmt, hratt" sem stjórnvöld hrintu af stað í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor. Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála, vonast til að fundurinn marki upphafið að nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar. „Ég vona það svo sannarlega, við vitum að við erum að fá mjög stóra hópa inn á húsnæðismarkaðinn og staðan eins og hún er í dag er eitthvað sem við erum ekki sátt við og viljum breyta." Eygló segir lægri byggingarkostnað ekki aðeins varða þá sem eru að koma undir sig fótunum, eða þurfa að skipta um húsnæði, heldur samfélagið allt. „Með því að ná niður byggingakostnaði þá lækkum við líka verðbólguna og aukum stöðugleikann í samfélaginu, þannig að það eiga allir að græða á þessu."Byggingarreglugerðin svarti pétur Allir helstu hagsmunsmunaaðilar voru boðaðir og var fyrirkomulagið með þjóðfundasniði. Mikill samhljómur var með fundarmönnum og ítrekað komu fram sömu áherslur á Smærri íbúðir, betri fermetranýtingu, lækkun fjármagnskostnaðar og breytta byggingareglugerð. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta anda nýrrar hugsunar, sem tekin verði alvarlega í ráðuneytinu. „Ég held að byggingarreglugerðin sé svolítill svarti pétur í þessu, nefnd mjög oft hér en ekki endilega getið um hvað það væri í henni nákvælega sem ætti að endurskoða. En ég setti nefnd í gang í júní og hún er að skila mér bara innan tveggja vikna þannig að ég bið nú um biðlund varðandi það og er viss um að það koma leiðréttingar fram." Á næstunni verður unnið úr þeim hugmyndum sem komu fram, en til stendur meðal annars að efna til hönnunarsamkeppni um hagkvæmar lausnir. Stjórnvöld heita því að fundinum verði fylgt eftir með aðgerðum. „Ég held að þessi fundur og mætingin og áhuginn sem þetta málefni hefur greinilega í öllum þessum mismunandi geirum sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti, það sýnir að það er þörf á því að við tökum höndum saman og gerum skurk í þessum málum.“
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira