Þetta getur verið algjör gildra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Anton Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30
Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30