Innlent

Jón Gnarr fær að heita Jón Gnarr

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jón Gnarr
Jón Gnarr Vísir/Stefán Karlsson
Jón Gnarr hefur loks fengið að breyta nafni sínu úr Jóni Gnarr Kristinssyni, í Jón Gnarr. Hann hefur lengi barist fyrir því að fá nafni sínu breytt, en ekki haft árangur sem erfiði. Ákvörðun Þjóðskrár Íslands um að synja beiðni hans hefur verið felld úr gildi og var úrskurður þess efnis kveðinn upp í gær.

Þetta kom fram í máli Jóns Gnarr í útgáfuhófi hans á Kex Hostel í kvöld. Jón Gnarr var skírður Jón Gunnar Kristinsson en fékk nafninu síðar breytt í Jón Gnarr Kristinsson. Hann hefur verið búsettur í Houston í Bandaríkjunum, en í mars síðasliðnum samþykkti dómstóll í Bandaríkjunum nafnabreytinguna.

Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður birti myndband af því er Jón las upp úrskurðarorðin fyrr í kvöld, en það má sjá hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.