Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. október 2015 09:00 Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Hillary Clinton sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd í gær, þar sem hún var spurð í þaula út í árásina á bandarískan sendiherrabústað í Bengasí í Líbíu haustið 2012. Sendiherrann, sem hét J. Christopher Stevens, lét lífið í árásinni ásamt þremur öðrum Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa ítrekað gagnrýnt Clinton, sem nú sækist eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, vegna þessarar árásar. Hún er sögð hafa sem þáverandi utanríkisráðherra staðið rangt að ýmsu, bæði í aðdraganda og eftirmálum árásarinnar. Gagnrýnin hefur ekki síst beinst að því að öryggi sendiherrans hafi ekki verið tryggt betur, ekki síst þar sem sendiherrann sjálfur hafi óskað eftir því. Sjálf svarar hún því til að eðlilegt sé að reikna með því að bandarískir sendifulltrúar og sendiráðsstarfsfólk taki stundum áhættu. „Bandaríkin þurfa að hafa forystu í hættulegum heimi og sendifulltrúar okkar þurfa að halda áfram að koma fram fyrir okkar hönd á hættulegum stöðum,“ sagði hún, og bætti því við að þegar Bandaríkin halda sig fjarri þá hafi það afleiðingar. Hún segir sendiherrann vissulega hafa óskað eftir ýmsum umbótum, þar á meðal að öryggismál yrðu lagfærð. Hann hafi hins vegar aldrei sagt við starfsfólk utanríkisráðuneytisins að ástandið væri svo slæmt að hann gæti ekki starfað þarna lengur. Auk þess hafi það ekki verið í sínum verkahring að tryggja öryggi sendiherrans, heldur séu sérfræðingar Bandaríkjanna í öryggismálum látnir sjá um þau mál. „Þeir hafa haldið Bandaríkjamönnum öruggum í tveimur styrjöldum og mörgum virkilega skelfilegum aðstæðum,“ sagði hún við repúblikanann Lynn Westmoreland, sem á sæti í þingnefndinni og spurði út í þessu mál. „Ég hef treyst þeim fyrir lífi mínu, þú hefur treyst þeim fyrir þínu.“ Hún sagði að hlutverk sendiherrans á þessum tíma hafa fyrst og fremst verið fólgið í því að kanna aðstæður í landinu og athuga hverju Bandaríkin gætu komið til leiðar þar. Þetta var tæpu ári eftir að Moammar Gaddafí hafði verið steypt af stóli og hann síðan drepinn. Stuttu áður hafði verið kosið þing í landinu, en ástandið var að byrja að snúast upp í þá upplausn, sem enn ríkir þar. Þá notaði Clinton tækifærið og kom inn á umræðuna um tölvupósta sína þegar hún var spurð hvers vegna ekkert kæmi fram í þeim um eftirköst atburðanna í Bengasí. „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst,“ sagði hún. Hún hafi verið á stöðugum fundum í utanríkisráðuneytinu og lítinn tíma haft til að senda nánasta samstarfsfólki sínu tölvupóst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira