Markaflóð í vatnaveröld Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 06:00 Íslensku stelpurnar hafa byrjað undankeppnina á tveimur sigurleikjum. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta afgreiddu leik sinn gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í gær af mikilli fagmennsku. Þær létu óboðlegar vallaraðstæður ekkert á sig fá og afgreiddu lægst skrifaða lið Evrópu 4-0, með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum. Völlurinn var rennblautur eftir mikla rigningu, en um var að ræða æfingavöll makedónska knattspyrnusambandsins. Nær ómögulegt var að senda boltann á milli manna víðsvegar á vellinum og var fótboltinn eftir því.? „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn.Búið eftir hálftíma Stelpurnar okkar þurftu að breyta leikáætlun sinni algjörlega þegar ljóst var að Makedóníumennirnir höfðu engan áhuga á að láta leikinn fara fram við boðlegar aðstæður. Í stað þess að láta boltann fljóta eins og liðið vill gera flaut hann í bókstaflegri merkingu í vatnaveröldinni í Skopje. Beinskeyttar sóknir íslenska liðsins skiluðu fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum, en Margrét Lára Viðarsdóttir var í miklum ham og skoraði tvö mörk. Það fyrsta og síðasta. Markadrottningin heldur áfram að sýna gæði sín og er nú búin að skora 74 mörk í 101 landsleik. „Ég fann mig vel og hafði mjög gaman af þessu. Það er gott fyrir mig og mitt sjálfstraust að skora tvö mörk. Vonandi er þetta bara það sem koma skal hjá mér með landsliðinu,“ sagði Margrét Lára við Fréttablaðið eftir leikinn.Þungt í þeim síðari Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum gat íslenska liðið ekki skorað mark í seinni hálfleik. Margrét Lára fékk tækifæri til að innsigla sína áttundu þrennu á landsliðsferlinum en varð að láta sér nægja tvennu númer átján. „Þetta var ekki nægjanlega gott í seinni hálfleik. Við misstum aðeins dampinn og völlurinn var ein drulla. Það var erfitt að fóta sig og þetta bitnaði allt á betra liðinu í dag,“ sagði Margét Lára, en landsliðsþjálfarinn var líka ósáttur. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig að það er bara vinna fram undan fyrir leikinn gegn Slóveníu,“ sagði Freyr. Stelpurnar stökkva nú frá Skopje til Slóveníu þar sem þær eiga fyrir höndum á pappírnum leik gegn þriðja besta liðinu í riðlinum á eftir Skotlandi. Þetta er leikur sem þarf að vinnast. „Við erum bara spenntar fyrir þeim leik. Þar fáum við að spila á móti liði sem veitir okkur mótspyrnu sem er fínt því við höfum verið að spila á móti liðum sem hafa ekki haft mikinn áhuga á að mæta okkur á vellinum“ sagði Margrét Lára um leikinn gegn Slóvenum. „Það hentar okkur vel að spila á móti liðum sem koma hátt á okkur því þá opnast svæði sem vel skapandi lið eins og við með svona frábæra leikmenn getur nýtt. Við fögnum bara þeirri mótspyrnu. Við vitum að sá leikur verður erfiður en við ætlum inn í veturinn með níu stig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira