Ekki spurning um hvort heldur hvenær Mourinho verði rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 08:37 Jose Mourinho. Vísir/Getty Ensku blöðin fjalla flest um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í morgun en að mati þeirra kemur fátt í veg fyrir að Mourinho rekinn frá Chelsea. Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari en titilvörnin hefur gengið skelfilega og liðið tapaði á móti West Ham um liðna helgi. Mourinho var þá rekinn upp í stúku og á yfir höfði sér leikbann. Chelsea hefur nú tapað fimm leikjum og aðeins unnið þrjá í fyrstu tíu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er aðeins í fimmtánda sæti og með helmingi færri stig en topplið Manchester City og Arsenal.Mirror er eitt blaðanna sem fjallar um hugsanlegan brottrekstur Mourinho en heimildir blaðsins úr hópi leikmanna Chelsea herma að það sé bara spurningum hvenær en ekki hvort Jose Mourinho verði rekinn. Mirror segir frá því að það sé þó enginn uppreisn í gangi í klefanum en að framkoma Jose Mourinho að undanförnu gagnvart bæði dómurum og fjölmiðlum veki furði hjá leikmönnum hans.The Sun er þegar farið að velta sér upp úr mögulegum eftirmönnum Jose Mourinho og segir að Pep Guardiola sé efstur á blaði hjá eigandanum Roman Abramovich.The Times heldur því þó fram að það gangi ekkert hjá Abramovich í því að sannfara Guardiola um að hætta hjá Bayern München og koma yfir til Chelsea.Independent segir fulltrúa Jose Mourinho svo vissa um að skjólstæðingur þeirra verði rekinn að þeir séu farnir að kanna möguleikana á því hvort hann fái starf hjá annaðhvort Paris St-Germain eða Internazionale.ESPN slær því upp að 30 milljón punda greiðsla sem Jose Mourinho á rétt á samkvæmt samningi hans við Chelsea sé stór fyrirstaða í þessu máli. Jose Mourinho skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í sumar og samkvæmt honum þá verður hann greiddur út að fullu hvort sem að Mourinho verði rekinn eða að stýri liðinu til ársins 2019. Jose Mourinho neitaði að ræða við fjölmiðlamenn eftir tapið á móti West Ham um helgina og hvort sem að það hafði áhrif eða ekki þá eru nær allir fjölmiðlarnir búnir að útiloka það að Portúgalinn klári tímabilið með Chelsea. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ég á inni að taka eitt lélegt tímabil Byrjun Chelsea í vetur er sú versta síðan Roman Abramovich keypti félagið. 20. október 2015 09:45 West Ham vann Chelsea | Mourinho sá rautt West Ham United vann magnaðan sigur á Chelsea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 24. október 2015 13:30 Cahill: Við stöndum þétt við bakið á Mourinho Gary Cahill, leikmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins standi þétt við bakið á stjóra liðsins Jose Mourinho. 25. október 2015 12:00 Þið fáið engar fyndnar fyrirsagnir frá mér Það reynir á Portúgalann Jose Mourinho, stjóra Chelsea, þessa dagana enda hefur gefið á bátinn hjá Chelsea í vetur. 23. október 2015 14:00 Mourinho kærður enn á ný Þarf að svara til saka fyrir fúkyrðaflaum og hegðun gagnvart dómara leiks Chelsea og West Ham. 26. október 2015 23:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Ensku blöðin fjalla flest um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í morgun en að mati þeirra kemur fátt í veg fyrir að Mourinho rekinn frá Chelsea. Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari en titilvörnin hefur gengið skelfilega og liðið tapaði á móti West Ham um liðna helgi. Mourinho var þá rekinn upp í stúku og á yfir höfði sér leikbann. Chelsea hefur nú tapað fimm leikjum og aðeins unnið þrjá í fyrstu tíu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er aðeins í fimmtánda sæti og með helmingi færri stig en topplið Manchester City og Arsenal.Mirror er eitt blaðanna sem fjallar um hugsanlegan brottrekstur Mourinho en heimildir blaðsins úr hópi leikmanna Chelsea herma að það sé bara spurningum hvenær en ekki hvort Jose Mourinho verði rekinn. Mirror segir frá því að það sé þó enginn uppreisn í gangi í klefanum en að framkoma Jose Mourinho að undanförnu gagnvart bæði dómurum og fjölmiðlum veki furði hjá leikmönnum hans.The Sun er þegar farið að velta sér upp úr mögulegum eftirmönnum Jose Mourinho og segir að Pep Guardiola sé efstur á blaði hjá eigandanum Roman Abramovich.The Times heldur því þó fram að það gangi ekkert hjá Abramovich í því að sannfara Guardiola um að hætta hjá Bayern München og koma yfir til Chelsea.Independent segir fulltrúa Jose Mourinho svo vissa um að skjólstæðingur þeirra verði rekinn að þeir séu farnir að kanna möguleikana á því hvort hann fái starf hjá annaðhvort Paris St-Germain eða Internazionale.ESPN slær því upp að 30 milljón punda greiðsla sem Jose Mourinho á rétt á samkvæmt samningi hans við Chelsea sé stór fyrirstaða í þessu máli. Jose Mourinho skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í sumar og samkvæmt honum þá verður hann greiddur út að fullu hvort sem að Mourinho verði rekinn eða að stýri liðinu til ársins 2019. Jose Mourinho neitaði að ræða við fjölmiðlamenn eftir tapið á móti West Ham um helgina og hvort sem að það hafði áhrif eða ekki þá eru nær allir fjölmiðlarnir búnir að útiloka það að Portúgalinn klári tímabilið með Chelsea.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ég á inni að taka eitt lélegt tímabil Byrjun Chelsea í vetur er sú versta síðan Roman Abramovich keypti félagið. 20. október 2015 09:45 West Ham vann Chelsea | Mourinho sá rautt West Ham United vann magnaðan sigur á Chelsea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 24. október 2015 13:30 Cahill: Við stöndum þétt við bakið á Mourinho Gary Cahill, leikmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins standi þétt við bakið á stjóra liðsins Jose Mourinho. 25. október 2015 12:00 Þið fáið engar fyndnar fyrirsagnir frá mér Það reynir á Portúgalann Jose Mourinho, stjóra Chelsea, þessa dagana enda hefur gefið á bátinn hjá Chelsea í vetur. 23. október 2015 14:00 Mourinho kærður enn á ný Þarf að svara til saka fyrir fúkyrðaflaum og hegðun gagnvart dómara leiks Chelsea og West Ham. 26. október 2015 23:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Mourinho: Ég á inni að taka eitt lélegt tímabil Byrjun Chelsea í vetur er sú versta síðan Roman Abramovich keypti félagið. 20. október 2015 09:45
West Ham vann Chelsea | Mourinho sá rautt West Ham United vann magnaðan sigur á Chelsea, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 24. október 2015 13:30
Cahill: Við stöndum þétt við bakið á Mourinho Gary Cahill, leikmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins standi þétt við bakið á stjóra liðsins Jose Mourinho. 25. október 2015 12:00
Þið fáið engar fyndnar fyrirsagnir frá mér Það reynir á Portúgalann Jose Mourinho, stjóra Chelsea, þessa dagana enda hefur gefið á bátinn hjá Chelsea í vetur. 23. október 2015 14:00
Mourinho kærður enn á ný Þarf að svara til saka fyrir fúkyrðaflaum og hegðun gagnvart dómara leiks Chelsea og West Ham. 26. október 2015 23:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn