Enski boltinn

Ég vildi aldrei fara til Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Di Maria leið ekki vel í rauða búningnum.
Di Maria leið ekki vel í rauða búningnum. vísir/getty
Angel di Maria var keyptur á metfé til Man. Utd frá Real Madrid en fann sig aldrei. Ein af ástæðunum er kannski sú að leikmaðurinn vildi ekki spila fyrir félagið.

Hann var keyptur á 60 milljónir punda en seldur ári síðar á 44 milljónir punda til PSG.

„Ég vildi helst vera áfram hjá Real Madrid en stundum gerast hlutirnir svona í fótbolta og ég endaði í Manchester," sagði Di Maria.

„Það gekk vel hjá mér í byrjun en svo lenti ég í vandræðum með menn hjá félaginu. Ég fór á bekkinn og svo var brotist inn hjá mér. Allt þetta varð þess valdandi að ég vildi komast sem fyrst í burtu."

Di Maria var orðaður við PSG er hann fór til Man. Utd. Reglur UEFA um fjármál félaga urðu þess valdandi að hann gat ekki farið til PSG.

„Er tækifærið kom svo upp aftur þá gat ég ekki sagt nei."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×