Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Bjarki Ármannsson skrifar 10. október 2015 15:59 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13
Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54