Illugi á landsleiknum: Fór snemma af læsismálþingi á Akureyri Bjarki Ármannsson skrifar 10. október 2015 15:59 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er staddur á knattspyrnulandsleik Íslands og Lettlands á Laugardalsvelli, en hann fór af málþingi á Akureyri um læsiskennslu án þess að svara spurningum viðstaddra til þess að ná flugi suður í tæka tíð. Það var Háskólinn á Akureyri sem efndi til málþingsins og bauð Illuga og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunnar, sérstaklega í kjölfar gagnrýni háskólans á því hvernig gögn um árangur Byrjendalæsis voru túlkuð af Menntamálastofnun. Illugi flutti erindi á fundinum en samkvæmt heimildum Vísis var talsverð óánægja meðal viðstaddra þegar ráðherrann tilkynnti í kjölfarið að hann væri á leið beint suður á landsleikinn.Þóroddur Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður Byggðastofnunar, vakti athygli á brotthvarfi Illuga á Facebook-síðu sinni.10. október kl. 13:04Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra kynnir hugmyndir sínar um umbyltingu lestrarkennslu við opnun...Posted by Thoroddur Bjarnason on 10. október 2015Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga, segir að það hafi aldrei staðið til að Illugi sæti fyrir svörum um lestrarkennslu. Fulltrúar frá Menntamálastofnun, sem sendi frá sér gögnin um Byrjendalæsi sem vöktu talsverða gagnrýni á sínum tíma, hafi orðið eftir á fundinum, meðal annars til að taka þátt í umræðum. „Það eru fulltrúar frá Menntamálastofnun á málþinginu til þess að taka við spurningum,“ segir Sigríður. „Tölfræðin varðandi Byrjendalæsið var birt af Menntamálastofnun, ekki menntamálaráðuneytinu. Þannig að þaðan eru fulltrúar til að svara öllum spurningum.“ Hún segir að það hafi alltaf verið vitað að Illugi, sem einnig er ráðherra íþróttamála og vildi því mæta á landsleikinn, myndi bara mæta til þess að halda fyrirlestur. Hann hafi jafnframt fundað með rektor Háskólans á Akureyri fyrir málþingið.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Þekktist ekki boð Kastljóss um að ræða afnám gjaldeyrishafta og leyniskýrslur. 14. apríl 2015 00:13
Sigmundur og Bjarni á leiknum á meðan þingmenn ræða hugsanlega lagasetningu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru nú staddir í Laugardalnum til að fylgjast með viðureign Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 í fótbolta. 12. júní 2015 19:20
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54