Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:54 Frá Háskólanum á Akureyri vísir/pjetur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“ Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“
Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15