Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur Davíð hélt tölu á setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Vísir/Facebook/Vilhelm Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira