Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:54 Frá Háskólanum á Akureyri vísir/pjetur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“ Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“
Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15