Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:54 Frá Háskólanum á Akureyri vísir/pjetur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“ Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“
Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15