Innlent

Lundarháskóla lokað: Nemendur beðnir um að halda sig fjarri skólanum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Töluverður viðbúnaður er við Háskólann í Lundi eftir að hótunarbréf barst nemendum.
Töluverður viðbúnaður er við Háskólann í Lundi eftir að hótunarbréf barst nemendum. vísir/googlemaps
Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ákvörðun um að loka Háskólanum í Lundi, eftir að hótunarbréf barst í gegnum samfélagsmiðilinn Jodel á fimmta tímanum í kvöld. Töluverður viðbúnaður er við skólann og hafa nemendur verið hvattir til að halda sig heima á morgun.

Á heimasíðu Lundarháskóla segir að upplýsingar um málið muni birtast jafnóðum á vefnum á morgun. Boðað hafi verið til neyðarfundar og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Hótunin er nánast samhljóða þeirri sem barst kvöldið fyrir skotárásina í Oregon í byrjun mánaðar þar sem tíu manns létust. „Sum ykkar eru í lagi. En ekki fara í skólann á morgun, ef þú ert í Lundi. Bless Jodel," segir í skilaboðunum.

Jodel er smáforrit markaðssett sérstaklega fyrir háskólanemendur. Öll skilaboð sem send eru þar í gegn eru nafnlaus, og fara á alla sem eru í innan við sjö kílómetra radíus.


Tengdar fréttir

Þóttist vera látin og lifði af

"Ungur maður lét lífið á sorglegum og hræðilegum degi og blóð hans bjargaði lífi dóttur minnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×