Íslendingur í Lundarháskóla: „Maður veit ekkert“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2015 13:00 Töluverður viðbúnaður er við Háskólann í Lundi eftir að hótunarbréf barst nemendum. vísir/googlemaps „Þetta er óþægilegt. Maður veit ekkert. Maður verður eiginlega að túlka þetta eins og það sé einhver alvara á bakvið þetta og ekki hætta sér í einhverja vitleysu,“ segir Jón Þórir Þorvaldsson, nemandi í umhverfisverkfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Háskólanum var lokað í dag vegna hótunar sem barst nemendum í gærmorgun. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, en segist þó ekki sjá að um raunverulega hættu að ræða. Skólanum hafi verið lokað af öryggisástæðum. Jón Þórir var að læra ásamt samnemendum sínum þegar hann fékk upplýsingar um málið. Þá hélt hann að um grín hafi verið að ræða. „Fyrsta hugsun var sú að þetta hefði verið eitthvað fylleríisgrín. Svo kom meiri alvarlega þegar maður fékk skilaboðin frá skólanum, að skólanum hefði verið lokað,“ segir hann.Jón Þórir Þorvaldsson.Mynd/Andreas WernerssonHann segist rólegur yfir málinu en ætlar ekki að hætta sér í skólann í dag. Hann vonast þó til komast í skólann á morgun. „Ég missi af þremur fyrirlestrum í dag en ég veit ekki hvort maður eigi eitthvað að hætta sér þangað niðureftir að ástæðulausu.“ Hótunin birtust nemendum á sænska samskiptamiðlinum Jodel, sem hannaður er sérstaklega fyrir háskólanemendur, en smáforritið gerir fólki kleift að senda nafnlaus skilaboð til allra þeirra innan sjö kílómetra radíusar. Í hótunarbréfinu segir: „Sum ykkar eru ágæt. Farið ekki í skólann á morgun ef þið eruð í Lundi. Fylgist með fréttum í fyrramálið.“ Hótunin er nánast samhljóða þeirri sem árásarmaðurinn í Oregon sendi frá sér í byrjun mánaðar, rétt áður en hann skaut níu háskólanemendur til bana. Tengdar fréttir Lundarháskóla lokað: Nemendur beðnir um að halda sig fjarri skólanum Töluverður viðbúnaður er við Háskólann í Lundi eftir að hótunarbréf barst nemendum. 11. október 2015 22:57 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Þetta er óþægilegt. Maður veit ekkert. Maður verður eiginlega að túlka þetta eins og það sé einhver alvara á bakvið þetta og ekki hætta sér í einhverja vitleysu,“ segir Jón Þórir Þorvaldsson, nemandi í umhverfisverkfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Háskólanum var lokað í dag vegna hótunar sem barst nemendum í gærmorgun. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, en segist þó ekki sjá að um raunverulega hættu að ræða. Skólanum hafi verið lokað af öryggisástæðum. Jón Þórir var að læra ásamt samnemendum sínum þegar hann fékk upplýsingar um málið. Þá hélt hann að um grín hafi verið að ræða. „Fyrsta hugsun var sú að þetta hefði verið eitthvað fylleríisgrín. Svo kom meiri alvarlega þegar maður fékk skilaboðin frá skólanum, að skólanum hefði verið lokað,“ segir hann.Jón Þórir Þorvaldsson.Mynd/Andreas WernerssonHann segist rólegur yfir málinu en ætlar ekki að hætta sér í skólann í dag. Hann vonast þó til komast í skólann á morgun. „Ég missi af þremur fyrirlestrum í dag en ég veit ekki hvort maður eigi eitthvað að hætta sér þangað niðureftir að ástæðulausu.“ Hótunin birtust nemendum á sænska samskiptamiðlinum Jodel, sem hannaður er sérstaklega fyrir háskólanemendur, en smáforritið gerir fólki kleift að senda nafnlaus skilaboð til allra þeirra innan sjö kílómetra radíusar. Í hótunarbréfinu segir: „Sum ykkar eru ágæt. Farið ekki í skólann á morgun ef þið eruð í Lundi. Fylgist með fréttum í fyrramálið.“ Hótunin er nánast samhljóða þeirri sem árásarmaðurinn í Oregon sendi frá sér í byrjun mánaðar, rétt áður en hann skaut níu háskólanemendur til bana.
Tengdar fréttir Lundarháskóla lokað: Nemendur beðnir um að halda sig fjarri skólanum Töluverður viðbúnaður er við Háskólann í Lundi eftir að hótunarbréf barst nemendum. 11. október 2015 22:57 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Lundarháskóla lokað: Nemendur beðnir um að halda sig fjarri skólanum Töluverður viðbúnaður er við Háskólann í Lundi eftir að hótunarbréf barst nemendum. 11. október 2015 22:57