Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 14:25 Að sögn Sverris hafa karfauskar með sinn menningarfasisma náð tangarhaldi á félaginu, og það lýst Gunnari Smára ekki á. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015 Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015
Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30