Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 14:25 Að sögn Sverris hafa karfauskar með sinn menningarfasisma náð tangarhaldi á félaginu, og það lýst Gunnari Smára ekki á. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015 Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015
Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30