Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 14:25 Að sögn Sverris hafa karfauskar með sinn menningarfasisma náð tangarhaldi á félaginu, og það lýst Gunnari Smára ekki á. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015 Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015
Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30