Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2015 14:25 Að sögn Sverris hafa karfauskar með sinn menningarfasisma náð tangarhaldi á félaginu, og það lýst Gunnari Smára ekki á. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015 Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebookvegg sínum, að hann hafi sagt sig úr Félagi múslima á Íslandi. „Nú hafa hins vegar gosið upp í félaginu deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. Ég treysti mér ekki til að taka þátt í þeim enda er ég aðeins laustengdur þessu félagi. Ég sagði mig því úr félaginu og stend aftur utan trú- og lífsskoðunarfélaga eins og ég hef gert síðan ég var unglingur.“Vísir sagði í morgun af hallarbyltingu sem átti sér stað í félaginu í gær, á aðalfundi þess, en þá var Sverri Agnarssyni steypt af stóli sem formanni og við tók fyrrum formaður, Salmann Tamimi. Sverrir greindi frá því í, í viðtali við Vísi, að hann telji sig hafa mátt sæta kerfisbundnum rógi. „Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Ekki hefur enn náðst í Salmann Tamimi til að inna hann eftir afstöðu Sverris og þá nýjum áherslum félagsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga,“ skrifar Gunnar Smári í áðurnefndri Facebook-klausu. En, nú líst honum ekki á blikuna.Ég gekk í Félag múslima þegar Framsóknarmenn og flugvallarvinir dembdu sínum hatursáróðri yfir saklaust fólk í að...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 12. október 2015
Tengdar fréttir Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30