Barist um bílastæði í Fossvogi: Sektir á fólk í neyð felldar niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 13:52 Barist er um bílastæðin í Fossvogi. vísir/nej Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. Umferð um svæðið er oft á tíðum töluverð og getur það því reynst fólki vandasamt að koma bíl sínum í stæði. Engin áform eru uppi um að fjölga stæðum, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítalans. „Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum. En það eru stæði næst inngöngum sem eru gjaldskyld og það á alltaf að vera hægt að fá þar stæði,“ segir Ingólfur. Vegfarendur eru gjarnir á að leggja í vegkantinum og á umferðareyjum, sem gera öðrum ökumönnum heldur erfitt með að athafna sig. Umræddir vegfarendur eiga þó hættu á að fá stöðumælasekt. Það er þó ekki nýtt af nálinni að lítið sé um bílastæði við spítalann. Ástandið var orðið afar slæmt á tímabili að sögn Ingólfs og var því brugðið á það ráð að gjaldskylda fremstu bílastæðin. Þá hefur starfsfólk jafnframt verið hvatt til að nýta sér annars konar samgöngumáta.„Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum.“vísir/nej„Þetta var ekki gert í einhverju tekjuöflunarskyni, heldur til þess að tryggja að það séu alltaf stæði fyrir þá sem þurfa að koma á spítalann. Varðandi starfsfólk þá er í gildi samgöngusamningur, þannig að fólk getur gert samning við spítalann um að mæta í sextíu prósent tilfella á vistvænan hátt, þ.e í strætó, ganga eða hjóla. Þá fær það ákveðna fjárhæð, um fimm þúsund krónur á mánuði skattfrjálst.“Sigmar ætti að fá fimm þúsund kallinn endurgreiddan Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, var allt annað en sáttur við að starfsmenn bílastæðasjóðs hefðu sektað hann þegar fjölskyldan rauk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Drengur þeirra hafði verið sárkvalinn en fengið morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðmóttöku fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ sagði Sigmar kaldhæðinn Facebook. Ingólfur segir að fólk í neyð, sem sjái sér ekki fært að greiða í stöðumæli, þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Ef það lendir í sekt þá höfum við ákveðið ferli með Bílastæðasjóði til að fara yfir það og þá, ef það á við rök að styðjast, er sektin felld niður. Það á við ef fólk kemur inn á bráðamóttöku eða er lagt inn. Slík atvik koma reglulega upp,“ útskýrir hann. Því má ætla að Sigmari og fjölskyldu, sem öðrum, ætti að reynast auðvelt að fá sektina niðurfellda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af vegfaranda sem sagðist hafa hringsólað um bílaplanið í lengri tíma, í von um að finna bílastæði. Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. Umferð um svæðið er oft á tíðum töluverð og getur það því reynst fólki vandasamt að koma bíl sínum í stæði. Engin áform eru uppi um að fjölga stæðum, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítalans. „Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum. En það eru stæði næst inngöngum sem eru gjaldskyld og það á alltaf að vera hægt að fá þar stæði,“ segir Ingólfur. Vegfarendur eru gjarnir á að leggja í vegkantinum og á umferðareyjum, sem gera öðrum ökumönnum heldur erfitt með að athafna sig. Umræddir vegfarendur eiga þó hættu á að fá stöðumælasekt. Það er þó ekki nýtt af nálinni að lítið sé um bílastæði við spítalann. Ástandið var orðið afar slæmt á tímabili að sögn Ingólfs og var því brugðið á það ráð að gjaldskylda fremstu bílastæðin. Þá hefur starfsfólk jafnframt verið hvatt til að nýta sér annars konar samgöngumáta.„Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum.“vísir/nej„Þetta var ekki gert í einhverju tekjuöflunarskyni, heldur til þess að tryggja að það séu alltaf stæði fyrir þá sem þurfa að koma á spítalann. Varðandi starfsfólk þá er í gildi samgöngusamningur, þannig að fólk getur gert samning við spítalann um að mæta í sextíu prósent tilfella á vistvænan hátt, þ.e í strætó, ganga eða hjóla. Þá fær það ákveðna fjárhæð, um fimm þúsund krónur á mánuði skattfrjálst.“Sigmar ætti að fá fimm þúsund kallinn endurgreiddan Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, var allt annað en sáttur við að starfsmenn bílastæðasjóðs hefðu sektað hann þegar fjölskyldan rauk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Drengur þeirra hafði verið sárkvalinn en fengið morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðmóttöku fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ sagði Sigmar kaldhæðinn Facebook. Ingólfur segir að fólk í neyð, sem sjái sér ekki fært að greiða í stöðumæli, þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Ef það lendir í sekt þá höfum við ákveðið ferli með Bílastæðasjóði til að fara yfir það og þá, ef það á við rök að styðjast, er sektin felld niður. Það á við ef fólk kemur inn á bráðamóttöku eða er lagt inn. Slík atvik koma reglulega upp,“ útskýrir hann. Því má ætla að Sigmari og fjölskyldu, sem öðrum, ætti að reynast auðvelt að fá sektina niðurfellda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af vegfaranda sem sagðist hafa hringsólað um bílaplanið í lengri tíma, í von um að finna bílastæði.
Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43