Barist um bílastæði í Fossvogi: Sektir á fólk í neyð felldar niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2015 13:52 Barist er um bílastæðin í Fossvogi. vísir/nej Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. Umferð um svæðið er oft á tíðum töluverð og getur það því reynst fólki vandasamt að koma bíl sínum í stæði. Engin áform eru uppi um að fjölga stæðum, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítalans. „Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum. En það eru stæði næst inngöngum sem eru gjaldskyld og það á alltaf að vera hægt að fá þar stæði,“ segir Ingólfur. Vegfarendur eru gjarnir á að leggja í vegkantinum og á umferðareyjum, sem gera öðrum ökumönnum heldur erfitt með að athafna sig. Umræddir vegfarendur eiga þó hættu á að fá stöðumælasekt. Það er þó ekki nýtt af nálinni að lítið sé um bílastæði við spítalann. Ástandið var orðið afar slæmt á tímabili að sögn Ingólfs og var því brugðið á það ráð að gjaldskylda fremstu bílastæðin. Þá hefur starfsfólk jafnframt verið hvatt til að nýta sér annars konar samgöngumáta.„Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum.“vísir/nej„Þetta var ekki gert í einhverju tekjuöflunarskyni, heldur til þess að tryggja að það séu alltaf stæði fyrir þá sem þurfa að koma á spítalann. Varðandi starfsfólk þá er í gildi samgöngusamningur, þannig að fólk getur gert samning við spítalann um að mæta í sextíu prósent tilfella á vistvænan hátt, þ.e í strætó, ganga eða hjóla. Þá fær það ákveðna fjárhæð, um fimm þúsund krónur á mánuði skattfrjálst.“Sigmar ætti að fá fimm þúsund kallinn endurgreiddan Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, var allt annað en sáttur við að starfsmenn bílastæðasjóðs hefðu sektað hann þegar fjölskyldan rauk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Drengur þeirra hafði verið sárkvalinn en fengið morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðmóttöku fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ sagði Sigmar kaldhæðinn Facebook. Ingólfur segir að fólk í neyð, sem sjái sér ekki fært að greiða í stöðumæli, þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Ef það lendir í sekt þá höfum við ákveðið ferli með Bílastæðasjóði til að fara yfir það og þá, ef það á við rök að styðjast, er sektin felld niður. Það á við ef fólk kemur inn á bráðamóttöku eða er lagt inn. Slík atvik koma reglulega upp,“ útskýrir hann. Því má ætla að Sigmari og fjölskyldu, sem öðrum, ætti að reynast auðvelt að fá sektina niðurfellda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af vegfaranda sem sagðist hafa hringsólað um bílaplanið í lengri tíma, í von um að finna bílastæði. Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Bílaplanið við Landspítalann í Fossvogi er nánast sprungið. Umferð um svæðið er oft á tíðum töluverð og getur það því reynst fólki vandasamt að koma bíl sínum í stæði. Engin áform eru uppi um að fjölga stæðum, að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítalans. „Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum. En það eru stæði næst inngöngum sem eru gjaldskyld og það á alltaf að vera hægt að fá þar stæði,“ segir Ingólfur. Vegfarendur eru gjarnir á að leggja í vegkantinum og á umferðareyjum, sem gera öðrum ökumönnum heldur erfitt með að athafna sig. Umræddir vegfarendur eiga þó hættu á að fá stöðumælasekt. Það er þó ekki nýtt af nálinni að lítið sé um bílastæði við spítalann. Ástandið var orðið afar slæmt á tímabili að sögn Ingólfs og var því brugðið á það ráð að gjaldskylda fremstu bílastæðin. Þá hefur starfsfólk jafnframt verið hvatt til að nýta sér annars konar samgöngumáta.„Það getur verið þröngt um stæði og fólk getur þurft að leita svolítið lengi að stæðum.“vísir/nej„Þetta var ekki gert í einhverju tekjuöflunarskyni, heldur til þess að tryggja að það séu alltaf stæði fyrir þá sem þurfa að koma á spítalann. Varðandi starfsfólk þá er í gildi samgöngusamningur, þannig að fólk getur gert samning við spítalann um að mæta í sextíu prósent tilfella á vistvænan hátt, þ.e í strætó, ganga eða hjóla. Þá fær það ákveðna fjárhæð, um fimm þúsund krónur á mánuði skattfrjálst.“Sigmar ætti að fá fimm þúsund kallinn endurgreiddan Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, var allt annað en sáttur við að starfsmenn bílastæðasjóðs hefðu sektað hann þegar fjölskyldan rauk á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Drengur þeirra hafði verið sárkvalinn en fengið morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðmóttöku fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ sagði Sigmar kaldhæðinn Facebook. Ingólfur segir að fólk í neyð, sem sjái sér ekki fært að greiða í stöðumæli, þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Ef það lendir í sekt þá höfum við ákveðið ferli með Bílastæðasjóði til að fara yfir það og þá, ef það á við rök að styðjast, er sektin felld niður. Það á við ef fólk kemur inn á bráðamóttöku eða er lagt inn. Slík atvik koma reglulega upp,“ útskýrir hann. Því má ætla að Sigmari og fjölskyldu, sem öðrum, ætti að reynast auðvelt að fá sektina niðurfellda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær af vegfaranda sem sagðist hafa hringsólað um bílaplanið í lengri tíma, í von um að finna bílastæði.
Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent