Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2015 07:00 Tekið er að kólna hressilega í Þýskalandi, þar sem flóttamenn yfirgefa tjaldbúðir en fá inni í haldbetra húsnæði. vísir/epa „Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu. Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
„Þetta getur ekki gerst án Tyrklands,“ sagði Recep Tayyip Erdogan við fréttamenn í Tyrklandi í gær, þar sem hann var spurður út í viðbrögð Evrópusambandsins við straumi flóttafólks. Hann sagði Vesturlöndin hafa áttað sig alltof seint á því að Tyrkland hlyti að gegna lykilhlutverki í þessum efnum, en spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Evrópusambandið samþykkti þá ekki aðild Tyrklands. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, var samþykkt að veita Tyrklandi allt að þremur milljörðum evra til að auka eftirlit sitt með ferðum flóttamanna yfir landamærin og hlúa að þeim sem þurfa að bíða í flóttamannabúðum. Gegn þessu eiga tyrkneskir ríkisborgarar meðal annars að fá auðveldari aðgang að vegabréfsáritun til Evrópu. Þá samþykktu leiðtogar Evrópusambandsins að setja nýjan kraft í aðildarviðræður Tyrklands. Donald Tusk, forseti ráðs Evrópusambandsins, segir að Tyrkir fái þó ekki fjárstuðning nema þeir sýni fram á raunverulegan árangur: „Ef þeir hjálpa okkur, þá hjálpum við þeim,“ sagði Tusk að loknum leiðtogafundinum í Brussel í gær. „Í grundvallaratriðum var niðurstaðan sú að betra sé að hýsa flóttafólk nær heimkynnum þess frekar en að við séum að greiða fyrir dvöl þess hér,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, en hún hefur lagt mikla áherslu á að ná samkomulagi við Tyrkland í þessu máli. Feridun Sinirlioglu, utanríkisráðherra Tyrklands, bar hins vegar í gær til baka fréttir um að samkomulagið væri í höfn. Enn væri aðeins um drög að samkomulagi að ræða, og hann var ósáttur við peningahliðina. Þjóðverjar hafa reiknað með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, flestum frá Sýrlandi. Merkel hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar eigi ekki að hika við að taka á móti öllum sem þangað leggja leið sína, en krefst þess jafnframt að önnur ESB-ríki leggi sitt af mörkum ekki síður en Þjóðverjar. Ungverjaland greip hins vegar í gær til þess ráðs að loka landamærum sínum að Króatíu, en stór hluti flóttafólksins hefur farið frá Tyrklandi yfir til Ungverjalands og þaðan áfram norður til Þýskalands og Skandinavíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54