Innlent

Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hólmgeir Elías Flosason heldur áfram sem verjandi í umfangsmiklu fíkniefnamáli.
Hólmgeir Elías Flosason heldur áfram sem verjandi í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Mynd/versus

„Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli.

Hæstiréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu héraðsdóms Hólmgeir þurfi ekki að víkja sem verjandi í málinu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerði þá kröfu þar sem hann taldi að Hólmgeir hefði brotið fjölmiðlabann sem skjólstæðingi hans sætti á gæsluvarðhaldstíma. Það hefði hann gert með ummælum í Fréttablaðinu um að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu.

Hæstaréttur segir lögreglustjórann hafi ekki leitt nægar líkur að því að þær upplýsingar sem Hólmgeir veitti geti haft þau áhrif á rannsóknina að næg efni séu til að takmarka rétt sakbornings til að ráða verjanda sínum.

„Niðurstaðan kemur mér ekkert á óvart og er í samræmi við það sem búast mátti við,“ segir Hólmeir.

Fjórir menn, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhaldi vegna smygl sá tugum kílóa af kókaíni og amfetamíni hingað til lands með Norrænu 22. september.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.