Innlent

Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hólmgeir Elías Flosason heldur áfram sem verjandi í umfangsmiklu fíkniefnamáli.
Hólmgeir Elías Flosason heldur áfram sem verjandi í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Mynd/versus
„Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli.

Hæstiréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu héraðsdóms Hólmgeir þurfi ekki að víkja sem verjandi í málinu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerði þá kröfu þar sem hann taldi að Hólmgeir hefði brotið fjölmiðlabann sem skjólstæðingi hans sætti á gæsluvarðhaldstíma. Það hefði hann gert með ummælum í Fréttablaðinu um að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu.

Hæstaréttur segir lögreglustjórann hafi ekki leitt nægar líkur að því að þær upplýsingar sem Hólmgeir veitti geti haft þau áhrif á rannsóknina að næg efni séu til að takmarka rétt sakbornings til að ráða verjanda sínum.

„Niðurstaðan kemur mér ekkert á óvart og er í samræmi við það sem búast mátti við,“ segir Hólmeir.

Fjórir menn, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhaldi vegna smygl sá tugum kílóa af kókaíni og amfetamíni hingað til lands með Norrænu 22. september.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.