Fótbolti

Englendingar snúa baki við Platini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Platini og Blatter eru hér saman á vellinum.
Platini og Blatter eru hér saman á vellinum. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið ætlaði að styðja Michel Platini, forseta UEFA, í forsetakjöri FIFA en hefur nú skipt um skoðun.

Verið er að rannsaka Platini þessa dagana vegna greiðslu sem hann fékk frá forseta FIFA, Sepp Blatter, upp á litlar 260 milljónir króna.

Blatter er einnig undir smásjá yfirvalda og siðanefndar FIFA eins og heiminum ætti að vera kunnugt um. Báðir menn neita sök í sínum málum.

Blatter, Platini og framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, var öllum vikið frá störfum fyrir FIFA í 90 daga á meðan siðanefnd FIFA skoðar þeirra mál sem snúa öll að spillingu.

Enska knattspyrnusambandið fundaði um mál Platini í gær og lýsti því svo yfir í dag að það styddi ekki Platini á meðan hann væri grunaður um spillingu.

Enska knattspyrnusambandið mun svo skoða stöðuna upp á nýtt er niðurstaða kemur í máli Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×