Fótbolti

Prinsinn formlega í framboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Prinsinn og Blatter eru hér saman.
Prinsinn og Blatter eru hér saman. vísir/getty
Prins Ali bin Al Hussein er búinn að skila inn umsókn til FIFA en hann ætlar sér að taka slaginn í forsetakjörinu í febrúar. Þá mun Sepp Blatter að öllum líkindum stíga niður sem forseti.

Þessi tíðindi koma ekki mikið á óvart enda bauð hann sig fram gegn Sepp Blatter í síðustu kosningum.

Prinsinn hefur lofað því að bæta ímynd FIFA og segir að sambandið myndi gera rétt með því að kjósa hann sem forseta.

Forseti asíska knattspyrnusambandsins, Sheikh Salman Bin Ebrahim Al Khalifa, er einnig sagður vera að undirbúa forsetaframboð. Michel Platini, forseti UEFA, ætlaði einnig að taka slaginn en óvissa er með hans mál eftir að upp kom mál þar sem hann er sagður hafa þegið peninga frá Blatter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×