Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. október 2015 09:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með utanríkisráðherra sínum, Sergei Lavrov, og aðstoðarmanni, Júrí Úsjakov. Fréttablaðið/EPA Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira