Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2015 19:38 Möguleiki er að brúin yfir Eldvatn við Ása fari í Skaftárhlaupinu. Áin hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið hefur sigið. Brúnni var lokað í gær vegna hættu sem myndaðist þegar áin tók að grafa undan undirstöðum hennar. Austan megin brúarinnar er sextán metra undirstaða en áin hefur náð að grafa sig meira en átta metra undir hana. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið á staðnum í dag og metið stöðuna. „Það er töluvert vatn í ánni enn þá og undirstaðan er óstöðug eins og er,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Hann segir að skoðað hafi verið að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Metið var sem svo að það myndi ekki skila árangri. „Ekki raunhæft og of áhættusamt held ég,“ segir Guðmundur Valur. Lögreglan hefur girt svæðið af með borðum til að enginn hætti sér of nálægt henni. „ Við vonum að hún hangi. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að hún fari,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að þó töluvert hafi dregið úr rennsli Skaftár sé enn kraftur í hlaupinu. „Við erum enn þá að horfa á hækkun í vatninu við dyngjur,“ segir Sveinn og að töluvert sé að flæða inn í dyngjurnar. Þá segir Sveinn að þar flæði beggja vegna hringvegarins. „Þar fylgjumst við vel með en þar er svona eiginlega hættan á þjóðvegi 1 að það renni inn á,“ segir Sveinn. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af lögreglunni á Suðurlandi. Hlaup í Skaftá Samgöngur Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Möguleiki er að brúin yfir Eldvatn við Ása fari í Skaftárhlaupinu. Áin hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið hefur sigið. Brúnni var lokað í gær vegna hættu sem myndaðist þegar áin tók að grafa undan undirstöðum hennar. Austan megin brúarinnar er sextán metra undirstaða en áin hefur náð að grafa sig meira en átta metra undir hana. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið á staðnum í dag og metið stöðuna. „Það er töluvert vatn í ánni enn þá og undirstaðan er óstöðug eins og er,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Hann segir að skoðað hafi verið að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Metið var sem svo að það myndi ekki skila árangri. „Ekki raunhæft og of áhættusamt held ég,“ segir Guðmundur Valur. Lögreglan hefur girt svæðið af með borðum til að enginn hætti sér of nálægt henni. „ Við vonum að hún hangi. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að hún fari,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að þó töluvert hafi dregið úr rennsli Skaftár sé enn kraftur í hlaupinu. „Við erum enn þá að horfa á hækkun í vatninu við dyngjur,“ segir Sveinn og að töluvert sé að flæða inn í dyngjurnar. Þá segir Sveinn að þar flæði beggja vegna hringvegarins. „Þar fylgjumst við vel með en þar er svona eiginlega hættan á þjóðvegi 1 að það renni inn á,“ segir Sveinn. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af lögreglunni á Suðurlandi.
Hlaup í Skaftá Samgöngur Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09