Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2015 08:08 Vegurinn að bænum Skaftárdal síðdegis í gær. Þar er ófært. VÍSIR/Friðrik Þór Halldórsson Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands, sem héldu til við Sveinstind, yfirgáfu skálann í gærkvöldi þar sem hlaupvatnið úr Skaftá var komið upp að dyrum skálans. Ákváðu þeir í staðinn að slá upp tjaldi fjær ánni, þar sem þeir gistu í nótt. Er þetta til marks um þann mikla ham sem hlaupinn er í Skaftá. Á sama tíma virtist sem bilun væri komin upp í mælitækjum Veðurstofunnar við Sveinstind og var því óvissa um þróun hlaupsins og hvað væri að gerast í Skaftá á hálendinu. Í byggð hefur ofsi hlaupsins snaraukist frá því í gærkvöldi. Þannig var farvegur Eldvatns, kvíslar Skaftár við Ása, orðinn bakkafullur í morgun, og í gljúfrinu neðan brúarinnar, þar sem bein fréttaútsending Stöðvar 2 var í gærkvöldi, slettist áin nú upp á bakkann. Lögreglumennirnir Sveinn Rúnarsson og Víðir Reynisson fóru í gærkvöldi í eftirlitsferð áleiðis í Hólaskjól ofan Skaftártungu og sáu að þar flæddi hlaupvatn yfir veginn. Enn fremur könnuðu þeir veginn að bæjunum Búlandi og Hvammi og þar var vatnið að byrja að leka inn á veginn skammt frá Hvammi. Áður hafði vegurinn að bænum Skaftárdal rofnað og orðið ófær.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Farið að hægja verulega á rennsli úr eystri Skaftárkatli Miðað við stærð hlaupsins er ekki útilokað að hlaupvatn flæði upp á þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur. 2. október 2015 07:01