Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2015 20:07 Hér sést vel hve mikið hefur farið undan undirstöðunum. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09