Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2015 15:43 Sigmar Guðmundsson Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira