Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2015 15:43 Sigmar Guðmundsson Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira