Býr enn á hóteli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2015 06:30 Kolbeinn á æfingu landsliðsins í gær. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur á íslenskt gras og undirbýr sig nú fyrir landsleikina gegn Lettlandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2016 ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Strákarnir eru sem kunnugt er nú þegar búnir að tryggja farseðilinn til Frakklands næsta sumar en ætla sér þó sigur í leikjunum tveimur og efsta sæti riðilsins. Kolbeinn gekk í sumar í raðir Nantes sem leikur í frönsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir erfiðleika liðsins í deildinni og markaþurrð hans segir hann að sér líði vel. Hann flutti til Frakklands í júlí en býr þrátt fyrir það enn á hóteli í borginni.Þarf að bíða í tvær vikur í viðbót „Það er auðvitað ekki ákjósanlegt eins og gefur að skilja. En stundum er þetta svona þegar maður fer í nýtt lið. Við vorum búin að finna húsnæði sem við þurftum síðan að hætta við á síðustu stundu.“ Kolbeinn á sautján mánaða dóttur en fjölskyldan fær þó stærra húsnæði síðar í mánuðinum. „Ég þarf að bíða í tvær vikur í viðbót,“ segir hann. Hvað knattspyrnuna varðar þá segir Kolbeinn að honum líki vistin vel hjá Nantes. „Þetta er flottur klúbbur og aðstæður allar mjög góðar. Þetta er rólegt félag þó svo að það sé með ríka sögu á bak við sig. Maður finnur að þeir eru að byrja á því að byggja upp lið til framtíðar.“ Nantes tapaði fjórum leikjum í röð í síðasta mánuði en náði þó að fara inn í landsleikjahléið á góðum nótum eftir sigur á Lille fyrir viku. Nantes vann, 1-0, með marki strax á fimmtu mínútu. Kolbeinn segir að það sé dæmigert fyrir frönsku deildina. „Fótboltinn í Frakklandi er „physical“ og oft leitað að þessu fyrsta marki og svo bara pakkað í vörn. Ég er vanur því að vera í sóknarliði – líkt og hjá Ajax og íslenska landsliðinu. Mark með þeim liðum þýðir áframhaldandi hápressu og fleiri mörk. Þetta eru því ákveðin viðbrigði fyrir mig og ég þarf að ná mínu fyrsta marki til að kveikja almennilega í mér,“ segir Kolbeinn sem skynjar þó að það ríki þolinmæði í hans garð sem og liðsins alls. „Ég upplifði að menn voru mjög óþolinmóðir hjá Ajax en það er allt annað í gangi hjá Nantes. Við erum með ungt lið og sem stendur ekki hægt að gera kröfu um að vera í toppbaráttunni. Þetta er ólíkt að því leyti.“Fékk tveggja leikja bann Kolbeinn fékk að líta beint rautt spjald gegn Rennes um miðjan síðasta mánuð og tók út tveggja leikja bann vegna þess. Hann segir að það hafi verið ný reynsla fyrir sig. „Ég þurfti að fara til Parísar og útskýra mál mitt,“ sagði Kolbeinn og útskýrði að honum hafi ekki verið skylt að gera það en gert það til að fá vægari dóm. „Ég átti að fá þriggja leikja bann en forsetinn [hjá Nantes] bað mig um að koma með sér til Parísar og reyna að fá dóminn mildaðan. Mér tókst að fá hann niður í tvo leiki.“ Kolbeinn sagðist hafa gert sér strax grein fyrir því að hann hafi verið of seinn í tæklinguna í umræddu atviki. „Völlurinn var blautur en ég náði að kippa löppinni að mér áður en ég fór í manninn. Ég notaði það mér til málsvarnar enda ætlaði ég ekki að meiða hann. Ég held að þeir hafi tekið það til greina. Þar að auki er leikstíllinn í Frakklandi nokkuð nýr fyrir mér. Við fengum ekki einu sinni að tækla á æfingum með Ajax,“ segir hann og brosir.Allir þurftu að halda fyrir eyrun Nantes átti svo leik gegn Nice á útivelli um helgina en leiknum var aflýst vegna veðurs í upphafi síðari hálfleiks. Kolbeinn segist aldrei hafa lent í öðru eins. „Tveimur sekúndum fyrir leik slær niður eldingu rétt við völlinn, og það í grenjandi rigningu. Það þurftu allir að halda fyrir eyrun út af látunum. En þetta var mjög flott að byrja leikinn á þennan hátt,“ sagði Kolbeinn. „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn sáum við að það hafði bætt enn í rigninguna. Það var eins og hellt úr fötu. Dómarinn bað okkur um að prófa að spila en það þýddi ekkert. Það kom stungusending inn fyrir en boltinn steindrapst í polli og ekkert annað að gera fyrir dómarann að flauta þetta af.“ Kolbeinn segist spenntur fyrir verkefnunum fram undan með landsliðinu en strákarnir mæta Lettlandi á laugardag og Tyrklandi ytra á þriðjudag. „Stuðningurinn hefur verið magnaður og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem maður spilar. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið og einbeita okkur að því að vinna þessa tvo leiki. Það gæti skipt okkur miklu máli.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur á íslenskt gras og undirbýr sig nú fyrir landsleikina gegn Lettlandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2016 ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Strákarnir eru sem kunnugt er nú þegar búnir að tryggja farseðilinn til Frakklands næsta sumar en ætla sér þó sigur í leikjunum tveimur og efsta sæti riðilsins. Kolbeinn gekk í sumar í raðir Nantes sem leikur í frönsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir erfiðleika liðsins í deildinni og markaþurrð hans segir hann að sér líði vel. Hann flutti til Frakklands í júlí en býr þrátt fyrir það enn á hóteli í borginni.Þarf að bíða í tvær vikur í viðbót „Það er auðvitað ekki ákjósanlegt eins og gefur að skilja. En stundum er þetta svona þegar maður fer í nýtt lið. Við vorum búin að finna húsnæði sem við þurftum síðan að hætta við á síðustu stundu.“ Kolbeinn á sautján mánaða dóttur en fjölskyldan fær þó stærra húsnæði síðar í mánuðinum. „Ég þarf að bíða í tvær vikur í viðbót,“ segir hann. Hvað knattspyrnuna varðar þá segir Kolbeinn að honum líki vistin vel hjá Nantes. „Þetta er flottur klúbbur og aðstæður allar mjög góðar. Þetta er rólegt félag þó svo að það sé með ríka sögu á bak við sig. Maður finnur að þeir eru að byrja á því að byggja upp lið til framtíðar.“ Nantes tapaði fjórum leikjum í röð í síðasta mánuði en náði þó að fara inn í landsleikjahléið á góðum nótum eftir sigur á Lille fyrir viku. Nantes vann, 1-0, með marki strax á fimmtu mínútu. Kolbeinn segir að það sé dæmigert fyrir frönsku deildina. „Fótboltinn í Frakklandi er „physical“ og oft leitað að þessu fyrsta marki og svo bara pakkað í vörn. Ég er vanur því að vera í sóknarliði – líkt og hjá Ajax og íslenska landsliðinu. Mark með þeim liðum þýðir áframhaldandi hápressu og fleiri mörk. Þetta eru því ákveðin viðbrigði fyrir mig og ég þarf að ná mínu fyrsta marki til að kveikja almennilega í mér,“ segir Kolbeinn sem skynjar þó að það ríki þolinmæði í hans garð sem og liðsins alls. „Ég upplifði að menn voru mjög óþolinmóðir hjá Ajax en það er allt annað í gangi hjá Nantes. Við erum með ungt lið og sem stendur ekki hægt að gera kröfu um að vera í toppbaráttunni. Þetta er ólíkt að því leyti.“Fékk tveggja leikja bann Kolbeinn fékk að líta beint rautt spjald gegn Rennes um miðjan síðasta mánuð og tók út tveggja leikja bann vegna þess. Hann segir að það hafi verið ný reynsla fyrir sig. „Ég þurfti að fara til Parísar og útskýra mál mitt,“ sagði Kolbeinn og útskýrði að honum hafi ekki verið skylt að gera það en gert það til að fá vægari dóm. „Ég átti að fá þriggja leikja bann en forsetinn [hjá Nantes] bað mig um að koma með sér til Parísar og reyna að fá dóminn mildaðan. Mér tókst að fá hann niður í tvo leiki.“ Kolbeinn sagðist hafa gert sér strax grein fyrir því að hann hafi verið of seinn í tæklinguna í umræddu atviki. „Völlurinn var blautur en ég náði að kippa löppinni að mér áður en ég fór í manninn. Ég notaði það mér til málsvarnar enda ætlaði ég ekki að meiða hann. Ég held að þeir hafi tekið það til greina. Þar að auki er leikstíllinn í Frakklandi nokkuð nýr fyrir mér. Við fengum ekki einu sinni að tækla á æfingum með Ajax,“ segir hann og brosir.Allir þurftu að halda fyrir eyrun Nantes átti svo leik gegn Nice á útivelli um helgina en leiknum var aflýst vegna veðurs í upphafi síðari hálfleiks. Kolbeinn segist aldrei hafa lent í öðru eins. „Tveimur sekúndum fyrir leik slær niður eldingu rétt við völlinn, og það í grenjandi rigningu. Það þurftu allir að halda fyrir eyrun út af látunum. En þetta var mjög flott að byrja leikinn á þennan hátt,“ sagði Kolbeinn. „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn sáum við að það hafði bætt enn í rigninguna. Það var eins og hellt úr fötu. Dómarinn bað okkur um að prófa að spila en það þýddi ekkert. Það kom stungusending inn fyrir en boltinn steindrapst í polli og ekkert annað að gera fyrir dómarann að flauta þetta af.“ Kolbeinn segist spenntur fyrir verkefnunum fram undan með landsliðinu en strákarnir mæta Lettlandi á laugardag og Tyrklandi ytra á þriðjudag. „Stuðningurinn hefur verið magnaður og þetta eru skemmtilegustu leikirnir sem maður spilar. Nú þurfum við að setja okkur ný markmið og einbeita okkur að því að vinna þessa tvo leiki. Það gæti skipt okkur miklu máli.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira