Fótbolti

Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir er framherji Selfoss.
Guðmunda Brynja Óladóttir er framherji Selfoss. Vísir/Anton
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM 2017 síðar í þessum mánuði.

Hópurinn var tilkynntur á fréttamannafundi landsliðsins í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Freyr byrjaði á því að koma til skila þakklæti frá leikmönnum og starfsliði til Tólfunnar.

Stuðningsmannasveitin öfluga, sem hefur verið viðloðin karlaliðið undanfarin misseri, gerði uppifun leikmanna og vallargesta gegn Hvíta-Rússlandi ólíka því sem áður hefur sést á Laugardalsvellinum.

"Við vitum ekki mikið um lið Makedóníu. Við vitum ekki alveg út í hvað við erum að fara þar. Það hefur verið erfitt að fá upplýsingar," sagði Freyr um lið Makedóníu sem stelpurnar okkar mæta 22. október.

Fjórum dögum síðar mætir íslenska liðið Slóvenum á útivelli. "Það er lykilleikur fyrir okkur. Þetta er þriðja besta liðið að mínu mati," sagði Freyr Alexandersson.

Freyr gerir tvær breytingar á hópnum frá því síðast. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í skóla í Bandaríkjunum og vill Freyr ekki að hún fari í svona langt ferðalag. Guðmunda Brynja Óladóttir tekur hennar sæti.

Þá skiptir Freyr út Guðrúnu Arnardóttur, miðverði Breiðabliks, fyrir kantmanninn Svövu Rós Guðmundsdóttur, liðsfélaga hennar úr Breiðabliki. Sú breyting er gerð vegna eðli leikjanna.

Hópurinn:

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Arna Sif Ásgrímsdóttir     Gautaborg

Elísa Viðarsdóttir, Kristanstad

Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna

Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðabliki

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Miðjumenn:

Ásgerður S. Baldursdóttir, Stjörnunni

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård

Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki

Sóknarmenn:

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristanstad

Sandra María Jessen, Þór




Fleiri fréttir

Sjá meira


×