Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2015 09:42 Vísir/Getty Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015 Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30