Innlent

Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Illugi við heimli sitt á Ránargötu í Reykjavík.
Illugi við heimli sitt á Ránargötu í Reykjavík. Vísir/Anton
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, verður spurður út í þriggja milljóna króna lán, sem Stundin hefur heimild fyrir að Orka Energy hafi veitt honum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem má nálgst hér klukkan 18:30.

Ráðherra vildi ekki svara fyrir lánið í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins og bar fyrir sig að hann ætlaði ekki aðopna heimabanka sinn fyrir blaðamönnum.

Í yfirlýsingu sem Orka Energy sendi frá sér síðdegis kemur fram að hvorki Illugi né félög tengd honum standi í skuld við Orku Energy. Ekkert kemur þó fram hvort fyrirtækið hafi veitt honum lán.

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, verður með Illuga í beinni útsendingu í kvöldfréttunum klukkan 18:30. Hér má horfa á fréttatímann.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.