Casillas leikjahæstur í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2015 10:26 Casillas fagnar sigrinum á Chelsea í gær. vísir/getty Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira