Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. september 2015 19:00 Alfreð í baráttunni gegn Alexis Sanchez. Vísir/Getty „Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira