Dæmdur í rúmlega fimmtán ára fangelsi fyrir að bana óléttri eiginkonu sinni Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2015 10:46 Hin látna var 27 ára hælisleitandi frá Afganistan og dvaldi á heimili fyrir hælisleitendur í Hamar. Vísir/AFP Dómstóll í Noregi hefur dæmt 37 ára karlmann í fimmtán og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að stinga hana tuttugu sinnum í bænum Hamar í október síðastliðinn. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða börnum þeirra 600 þúsund norskar krónur, rúmar níu milljónir króna, í bætur – 250 þúsund norskar krónur til eldra barnsins og 350 þúsund til þess yngra. Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að saksóknari hafi krafist sextán ára fangelsis, en þar sem maðurinn játaði brot sitt snemma og var samvinnusfús var ákveðið að dæma hann í fimmtán og hálfs árs fangelsi. Dómurinn hafnaði kröfu saksóknara um greiðslu skaðabóta til móður fórnarlambsins, en saksóknarinn segist annars sáttur með dóminn. Verjandi mannsins segir ekki ljóst hvort dómnum verði áfrýjað.Í reiðikasti Í dómnum kemur fram að konan hafi verið stungin tuttugu sinnum í bakið og hafi yngra barn hjónanna verið vitni að árásinni. Ekkert kemur fram um ástæður morðsins, nema að maðurinn hafi verið í miklu reiðikasti þegar hann réðst á konu sína. Maðurinn hélt því fram að konan hafi haft með sér hnífinn á staðinn þar sem hún varð síðar myrt. Lífsýni úr konunni og manninum fundust á hnífnum og kemur fram í dómnum að ekki sé hægt að fullyrða neitt um hvor þeirra hafi komið með hnífinn. Lík konunnar fannst fyrir tilviljun þann 28. október við húsvegg bifreiðaverkstæðis á iðnaðarsvæði í Hamar.Hælisleitandi frá Afganistan Degi síðar birti lögregla mynd af konunni úr öryggismyndavél strætisvagns þar sem hún var með börnum sínum tveimur. Hin látna var 27 ára hælisleitandi frá Afganistan og dvaldi á heimili fyrir hælisleitendur í bænum. 30. október var eiginmaður konunnar svo handtekinn vegna málsins og játaði hann að hafa banað konunni rúmri viku síðar. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Dómstóll í Noregi hefur dæmt 37 ára karlmann í fimmtán og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að stinga hana tuttugu sinnum í bænum Hamar í október síðastliðinn. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða börnum þeirra 600 þúsund norskar krónur, rúmar níu milljónir króna, í bætur – 250 þúsund norskar krónur til eldra barnsins og 350 þúsund til þess yngra. Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að saksóknari hafi krafist sextán ára fangelsis, en þar sem maðurinn játaði brot sitt snemma og var samvinnusfús var ákveðið að dæma hann í fimmtán og hálfs árs fangelsi. Dómurinn hafnaði kröfu saksóknara um greiðslu skaðabóta til móður fórnarlambsins, en saksóknarinn segist annars sáttur með dóminn. Verjandi mannsins segir ekki ljóst hvort dómnum verði áfrýjað.Í reiðikasti Í dómnum kemur fram að konan hafi verið stungin tuttugu sinnum í bakið og hafi yngra barn hjónanna verið vitni að árásinni. Ekkert kemur fram um ástæður morðsins, nema að maðurinn hafi verið í miklu reiðikasti þegar hann réðst á konu sína. Maðurinn hélt því fram að konan hafi haft með sér hnífinn á staðinn þar sem hún varð síðar myrt. Lífsýni úr konunni og manninum fundust á hnífnum og kemur fram í dómnum að ekki sé hægt að fullyrða neitt um hvor þeirra hafi komið með hnífinn. Lík konunnar fannst fyrir tilviljun þann 28. október við húsvegg bifreiðaverkstæðis á iðnaðarsvæði í Hamar.Hælisleitandi frá Afganistan Degi síðar birti lögregla mynd af konunni úr öryggismyndavél strætisvagns þar sem hún var með börnum sínum tveimur. Hin látna var 27 ára hælisleitandi frá Afganistan og dvaldi á heimili fyrir hælisleitendur í bænum. 30. október var eiginmaður konunnar svo handtekinn vegna málsins og játaði hann að hafa banað konunni rúmri viku síðar.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira